Tamisha kjóllinn er gullfallegur og sumarlegur, tilvalinn með í ferðalagið erlendis! Þessi fallegi kjóll er ermalaus og afskaplega léttur í sér og þægilegur. Efnið er mjúkt viðkomu og gefur eftir. Hálsmálið er nokkuð flegið og -V- laga. Kjóllinn er rykktur í mittið og tekinn saman í bakið, kemur mjög vel út. Hér er á ferðinni virkilega sumarlegur kjóll, endalaust þægilegur!
- Efni 95% Pólyester og 5% Elastane
- Litur: Fallega ljósblár með mynstri
- Rykktur í mittið
- Teygjanleiki í efninu
- Stærðirnar eru nokkuð hefðbundnar, ef þú notar venjulega stærð M þá ætti M að henta vel
- Tilvalinn fyrir sumarið