Þessi er gullfallegur! Svartur á litinn og klárlega glæsilegur. Hálsmálið er -V- laga og krossast að framan. Ermarnar eru síðar og púffast smá við axlir, sem kemur mjög vel út. Kjóllinn er aðsniðinn en efnið gefur eftir svo hann er mjög þægilegur í að vera. Rennilás er á baki sem auðveldar þér að fara í kjólinn. Að aftanverðu er kjóllinn einstaklega fallegur en neðri hlutinn er rykktur sem kemur vægast sagt vel út. Einstaklega glæsilegur, millisíður kjóll!
- Glæsilegur kjóll
- Stærðir eru nokkuð hefðbundnar
- Falleg rykking á neðri hluta
- Smá púff á öxlum, kemur vel út
- Litur: Svartur
- Rennilás á baki