Fallegur kjóll sem er tilvalinn dags daglega, léttur og þægilegur. Kjóllinn er grænn í grunninn með smágerðum, hvítum doppum. Hálsmálið er -V- laga og krossast að framan og ermarnar stuttar. Í mittinu er belti sem hægt er að hnýta eftir þörfum og binda til hliðar. Að framanverðu er klauf sem opnar kjólinn og á vinstri hlið er rennilás sem auðveldar þér að fara í kjólinn.
- Fallegur, sumarlegur kjóll.
- Klauf að framanverðu
- Rennilás á hlið, sem auðveldar þér að fara í kjólinn