Þessi er glæsilegur í alla staði! Ótrúlega fallegur kjóll og efnið er hið glæsilegasta. Mjúk áferð er á efninu og það hefur teygju í sér og gefur því eftir, sem gerir kjólinn ennþá þægilegri. Að aftanverðu er rennilás sem auðveldar þér að smeygja þér í kjólinn og tryggir það að kjóllinn fellur vel að. Að innanverðu við bringu er mjór gúmmíkantur sem auðveldar kjólnum að sitja á réttum stað, svo hann renni ekki niður. Pilsið kemur virkilega vel út og kjóllinn er tilvalinn fyrir sérstök tilefni.